...í febrúar 2005...

Það er alveg hreint ótrúlegt að það séu tæp fjögur ár síðan við Jón Geir, Nanna-Nonna og Steini rótari fórum saman til kóngsins Köbenhavn á tónleika með Nightwish!

Nightwish hafði þá nýlega sent frá sér meistarastykkið Once og við sáum fyrsta giggið á Evrópu-túrnum þeirra. Þetta var 9.febrúar 2005.

Hér kemur brot af gömlu síðunni minni. Bloggið er ritað í apríl 2006: Nightwish.....mmmmmmm, snilld, já, hrein snilld, alveg síðan Steini rótari gaf mér diskinn Oceanborn, við vorum á leiðinni til Trékyllisvíkur að spila, man ekki alveg hvaða ár, en ég kolféll og allir sem í langferðabílnum voru hlustuðu á Nightwish þessa góðu ferðahelgi, jamm, snilld.

Við Steini, Nanna-Nonna og Jón Geir fórum til Köben í feb. 2005 til þess að sjá Nightwish. Þetta var fyrsta giggið á Once túrnum og hvílíkt gigg!! Ekki nóg með það, í röðinni fyrir framan tónleikastaðinn var okkur boðið í eftirpartí á einhverjum Rock-bar.........eftir tónleikana stukkum við upp í leigubíl og beint á Club de Rock de danske smörrebröd eða eitthv. svoleiðis.... og sem við erum að fara inn á staðinn.................þá hringir amma! Já, amma!! Gamla konan var að bjóða í óperuna, ég labbaði inn í dark alley, að tala við ömmu, og hvað sé ég??? Tuomas og Marco, úr Nightwish!! YEESSSSS, hah,ha,ha, ég kláraði samtalið við ömmu og strikaði svo beint til karlanna! Þeir voru þvílíkt næs og þvílíkt fullir! .....ég hef ekki eftir það sem Marco vissi um Ísland......en þetta var frábært........já og óperan viku síðar líka, elsku amma, hún elur mann upp, býður manni reglulega í óperuna...

Mikið svakalega var gaman!

Ég er einmitt núna að hlusta á tónleikaupptöku með Nightwish frá Century Child túrnum, nánar tiltekið 4.ágúst 2002 í Finnlandi. 

Argasta snilld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það getur ekki verið svona langt síðan!

  gaman var það, sei, sei já.  við þurfum að fara að skella okkur aftur.

nanna (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband