Meistarinn allur.

Ronnie James Dio kom fyrst fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Elf. Hann söng síðan með Ritchie Blackmore í Rainbow áður en hann gekk til liðs við Black Sabbath 1980 en Blackmore hreifst mjög af Dio þegar Elf hitaði upp fyrir Deep Purple á sínum tíma.

Eftir að hafa brillerað með Black Sabbath stofnaði Ronnie svo hljómsveitina Dio og kom fyrsta plata hljómsveitarinnar út 1983 (Holy Diver). 

Árið 1990 kom Ronnie til Íslands sem söngvari Black Sabbath (fyrri endurfundir Dio og Iommi) en þeir voru að túra vegna útkomu plötunnar Dehumanizer. Ég sá bandið spila á Skagarokki og eftir tónleikana kom Ronnie til mín, tók í höndina á mér og spjallaði lítillega áður en hann þaut í burtu. Maður gleymir því augnabliki aldrei nokkurntíma.

Blessuð sé minning goðsins.


mbl.is Ronnie James Dio látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!

Steinar (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 22:47

2 Smámynd: Sveitavargur

Ég er í fullri alvöru alveg miður mín.  Ég varð líka þess heiðurs njótandi að hitta manninn, og hann var ekkert nema flottur kall.

Verstu fréttir aldarinnar frá því afi minn dó.

Sveitavargur, 16.5.2010 kl. 23:17

3 identicon

R.I.P

pjakkurinn (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 23:38

4 identicon

FLottur pistill að vanda frá þér, þú gamli rokkhundur.

Taldi mig vera mikinn metall kall þegar ég heyrði fyrst "Dont talk to strangers" með Dio.

Fílaðu Dio frá fyrstu spilun.

Ertu ekki góður annars ?

KV

Sigfús

Sigfús Ómar Höskuldsson (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 23:41

5 identicon

snillingur hann Dio. mogginn hefði hinsvegar mátt setja einhvern sem hafði einhverja vitneskju um hver Dio var fjalla um dauða hans.

sagði að hann hefði verið í Sabbath og Heaven and hell!!!!!!!!!!!

en allir vita að heaven and hell er plata frá Sabbath en ekki hljómsveit

Yoda (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 01:45

6 identicon

Yoda, Heaven and Hell er "Dehumanizer" útgafan af Black Sabbath, en vegna lögfræði rugls máttu þeir ekki nota nafnið Black Sabbath. En allt um það hér http://en.wikipedia.org/wiki/Heaven_&_Hell_(band)

Silli Geirdal (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 02:14

7 identicon

Heaven and hell er líka Mob rules útgáfan af Sabbath.

Iommi vildi að sveitin héti þetta til að fyrirbyggja rugling( þeir spiluðu bara lög af Dio tímabilinu og Sabbath höfðu túrað með Ozzy á reunioni 97-05) enda á hann réttinn af Sabbath nafninu. Þetta var ekki út af ,,lögfræði ruglingi" og vegna þess að þeir ,,máttu ekki nota það".

Sá kallinn 6 sinnum síðan 2004 með Dio og Sabbath hvort um sig 3 skipti. Uppáhaldssöngvarinn minn ævinlega.

Bessi Egilsson (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 03:00

8 Smámynd: Dagur Björnsson

enn einn kóngurinn búinn að kveðja þennan heim ... blessuð sé minning Ronnies!

Dagur Björnsson, 17.5.2010 kl. 11:32

9 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Var að biðja Jens Guð að setja inn mindband frá honum,því ég er algjör frana þó ég vinni alla daga með 2 tölvur,væri líka gaman að sjá mindband þegar hann var í Elf and Rainbow árin 70.Hann lést í Houston siðasta sunnudag 67 ára gamall með krabbamein í maga. Kveðjur og lít alltaf á þitt blogg.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 17.5.2010 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband