Færsluflokkur: Tónlist

Lagalisti frá Classic Rock v/eldgossins ...

Á vefsvæði rokktímaritsins Classic Rock má sjá skondinn lista yfir lög sem ágætt er að hlusta á nú þegar eldgosið setur allt úr skorðum!

Listann má sjá hér.

 

 


mbl.is Segir flugbannið vera móðursýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dragonforce án söngvara!

Hljómsveitin Dragonforce leitar nú að nýjum söngvara en ZP Theart hefur yfirgefið bandið/verið sparkað. Herman Li ofurgítarnörd bandsins segir að nú sé leitað að söngvara sem sé tilbúinn til að semja nýja kafla í sögu Dragonforce. Hvernig væri að gefa bara út instrumental plötu og sleppa öllu gauli?

VOTD

 


Ný plata frá Iron Maiden - The Final Frontier!

Snillingarnir í Iron Maiden gefa út nýja plötu á þessu ári og heitir platan The Final Frontier. Ekki er komin dagsetning á útgáfuna en Maiden mun túra USA og Kanada í Júní/Júlí 2010.

Maiden_frontier

 

 

 

 

 

 

 

 


Snilldarleikur!

Man.Utd. eru að nálgast sitt besta form. Loksins eftir nokkra ömurlega leiki eru þeir farnir að spila eins og menn, eins og þeirra er vaninn.

 

Man.Utd. Champions 2010?

 


mbl.is United hafði betur á Emirates
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eru geisladiskar á Íslandi svona dýrir?

Af hverju í guðsvoluðum andskota eru geisladiskar svona viðbjóðslega dýrir á Íslandi?

Ef þú labbar inn í verslun sem selur geisladiska máttu búast við því að diskurinn kosti á bilinu þrjú til fimm þúsund krónur.

Af hverju?

Finnst verlsunarmönnum alger óþarfi að minnka álögur á vörurnar sem þeir selja grindhorðuðum landanum?

Telja þeir að sala muni minnka ef þeir lækka verðin á geisladiskum?

Ég fæ t.d. nýjasta Slayer diskinn á kr.1900.- beint frá Amazon, tollmeðferðargjald, skattur, blabla og ég veit ekki hvaða skatt þeir leggja ekki ofan á + það að ég valdi EKKI ódýrustu sendingarleiðina vegna þess að ég vildi fá plötuna strax!  (Tekið skal fram að ég keypti nokkrar plötur og þ.a.l. lækkaði sendingarkostnaður og gjöld dreifðust á fleiri diska).

Slayer diskurinn kostar u.þ.b. kr.3500.- í verslunum á Íslandi. (Hér er miðað við meðalverð nokkurra verslana).

Ef við miðum við að þær verslanir sem selja geisladiska á Íslandi kaupi diska á heildsöluverði má reikna með að þeir leggi u.þ.b. 200% á diskana hér heima, miðað við verðið í verslunum í dag. Þetta hafa þeir alltaf gert og munu e.t.v. alltaf gera.

Ég hélt að aukið aðgengi fólks að netverslunum myndi hafa einhver áhrif á verð diska hér heima en nei, það VERÐUR að leggja a.m.k. 200% á diskana!!!

Diskar hafa alltaf verið of dýrir á Íslandi og þegar staðan er eins og hún er í dag þá verslar maður einfaldlega ekki diska á Íslandi. 

Verlsunarfólk leggur alltof mikið á diska - alltof mikið!

Helvítis f/%king f%$k!!!

Ég skora á verslunarmenn í öllum geirum að minnka álögur - þetta er alger óþarfi og kallast græðgi.

 


Ronnie James Dio með krabbamein!!!

Ronnie James Dio hefur greinst með magakrabbamein. Wendy Dio, eiginkona og umboðsmaður meistarans, staðfesti þetta í dag.

Krabbameinið er á byrjunarstigi og því eru batahorfur betri en ella.

Hljómsveitin Dio var bókuð í Englandi í nóvember og var sjálfur Doug Aldrich bókaður með í för en hann átti að leysa Craig Goldie af á þessum giggum.

Ég óska goðina að sjálfsögðu skjótum bata og smelli Killing the dragon á fóninn, svona rétt til að sýna stuðning!

Dio

 


3D - ljósmyndir af Metal-hausum!

Ítalski ljósmyndarinn Paolo Bianco hefur tekið ansi magnaðar myndir af hinum og þessum Metal-hausum síðustu misserin og nú má sjá nokkrar myndanna í 3D eða þrívidd. Smellið hér og þrykkið svo þrívíddargleraugunum á fésið! (Hver á ekki ennþá Freddy´s dead 3D gleraugun sín)?

Mike Portnoy

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svona lítur Mike Portnoy trommari Dream Theater út í 3D.


Fullt af skemmtilegu dóti og Sonic Boom er ...

... frábær!

Plötudómur er væntanlegur en ég get sagt ykkur strax að þetta ofsalega gott stöff. Upptökustjórinn Paul hefur algerlega náð að fanga gamla góða KISS-hljóminn fullkomlega.

Svo eru allar Bítlaplöturnar komnar út í endurbættum hljómgæðum og einhverra hluta vegna þá langar mig all svakalega í þær, allar plöturnar í einum, stórum, fallegum kassa :) 

AC/DC senda frá sér kassa með 15 plötum í lok mánaðarins. Ég get nánast fullyrt að sá kassi mun ekki rata heim til mín enda mun hann að öllum líkindum kosta fúlgur fjár.

Within Temptation gefur út plötuna ,,An acoustic night at the theatre´´ 2.nóv. og ég hlakka mikið til. WT er í miklu uppáhaldi eftir að ég sá bandið sl. sumar í London. Tékkið á Black Symphony.

Nýja Megadeth platan hljómar vel við fyrstu hlustun og (haldið ykkur nú) nýja Europe platan hljómar ekki illa, platan Last look at Eden er að koma sterk inn en ég á þó eftir að renna henni oftar í gegnum spilarann.

Önnur plata sem kom mér skemmtilega á óvart er platan Humanity-Hour 1 með Scorpions. Platan kom út árið  2007 en ég keypti hana ekki fyrr en í sumar. Þessi plata er mjög góð.

This is thirteen með Anvil? Frábær!


Ein fáránlegasta hugmynd rokksögunnar ...

... datt niður í hausinn á meðlimum KISS árið 1978.

Þann 18.september 1978 komu út 4 sólóplötur meðlima KISS. Ástæðurnar fyrir útgáfunum voru margar en m.a. skulduðu þeir útgefanda sínum nokkrar plötur, voru að brenna inni (ásamt sólóplötunum kom um svipað leyti út safnplatan Double Platinum). Þannig að með því að gefa út 4 sólóplötur að hluta til undir merkjum KISS stóðu þeir við gerða samninga.

Kiss sóló 1978

Önnur ástæða var Ace Frehley. Hann var að tapa sér í ruglinu og hótaði að hætta í bandinu. Sumir segja reyndar að hann hafi verið hættur en verið lokkaður til baka með loforði um sólóplötu.

Platan hans Ace seldist best allra platnanna og það ýtti að sjálfsögðu ennfrekar undir vitleysisganginn í honum og að lokum fór greyið yfir um og hætti loks í bandinu árið 1981 (opinberlega hætti hann árið 1982). 

Ace er svo nýbúinn að gefa út plötu, Anomaly, og hann er búinn að vera edrú í 3 ár. Flott mál. 

Kiss-arar hafa verið nokkuð lélegir í að gefa út sólóplötur síðan 1978. Anomaly er t.a.m. fyrsta plata Ace síðan árið 1989. Paul gaf út snilldarplötuna Live to win árið 2006 en sú plata er eingöngu hans önnur sólóplata og sú fyrsta ´78.

Gene Simmons gaf út hina hörmulegu Asshole árið 2004 sem einnig var hans fyrsta sólóplata síðan 1978 og Peter Criss, sem hefur gefið út plötur af og til síðan hann hætti í KISS árið 1979, gaf út hina hræðilega skelfilegu One for all árið 2007. Peter lofar rokkaðri plötu í apríl 2010. Ég er ekki að deyja úr spennu yfir því.

Kiss Sonic Boom

Svo er að koma út ný KISS-plata, SONIC BOOM, og miðað við fyrsta singul þá verður platan rosaleg!

 

 


Valið var einfalt :)

Giggs með 11
mbl.is Owen tryggði Manchester United sigur (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband