20.5.2008 | 16:52
Ótrúlegur lagasmiður...
John Fogerty er einn allra besti lagasmiður sögunnar. Það er ótrúlegt hvað hann hefur samið mörg stórkostleg lög.
Ég kemst því miður ekki á tónleikana en vona að þeir sem fari skemmti sér vel, efast reyndar stórlega um að þetta verði leiðinlegt gigg, býst við að karlinn rokki duglega!
Dylan spilar svo á mánudaginn og að sjálfsögðu er maður kominn með miða! Dylan er legend og ekki orð um það meir :)
...svo styttist í Whitesnake!
John Fogerty mættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.5.2008 | 21:08
Það var einfaldlega ekkert...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 21:01
Styttist í KISS tónleikana!!!
Já, nú er heldur betur farið að styttast í að við Himmi sjáum KISS á tónleikum í fyrsta skipti í laaaaaaangan tíma!!! Gömlu hundarnir eru í óða önn við æfa fyrir Evróputúrinn og allstaðar eru miðar að seljast upp. Við ætlum að sjá þá í Munchen á sunnudagskvöldið og í Vín á mánudagskvöldið.
Biggi Nielsen, reyndu að fá hundana til landsins! :) Maður sér KISS aldrei of oft. Klárlega eitt besta læf band veraldar, fyrr og síðar.
Það eru 20 ár síðan KISS spilaði í Reiðhöllinni. Varst þú þar? Ef svo er þá væri einstaklega svaðalega ljúft að fá að heyra um þína upplifun. Sendu mér póst á: gitarar@gmail.com
Himmi er svo að reyna að lesa fyrir síðasta prófið, gangi honum vel. Mundu bara Himmi minn að nú er þetta að fara að gerast.
Rock ´n roll all night and party everyday!!!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.5.2008 | 23:03
Helförin
Gabor Neumann fæddist 10. febrúar 1940 í Bekescsaba í Ungverjalandi. Hann var bara 4 ára gamall þegar hann var fluttur til Auschwitz og myrtur þann 29. júní 1944.
Marina Smargonski fæddist í Lettlandi þann 30. ágúst 1938. Hún hvarf í Gettóinu í Riga í desember 1941. Hún var 3 ára.
Mara Coblic fæddist árið 1936 í Chisinau í Rúmeníu. Hún og fjölskylda hennar voru sett í Chisinua gettóið þar sem hún og mamma hennar voru drepin.
Peres líkir Ahmadinejad við Hitler | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.4.2008 | 23:24
KISS ALIVE35 World Tour!
Já, nú er heldur betur farið að styttast í Evróputúr KISS.
Við Himmi frændi erum búnir að tryggja okkur miða á KISS í Munchen og í Vín og erum að verða all spenntir!
Héðan í frá mun bloggið snúast að miklu leyti um KISS enda eru þeir bestir.
Það stefnir í nokkuð efnilegt tónleikasumar. Ég ætla að sjá KISS, Dylan, Whitesnake og Iron Maiden. Maiden spila í Englandi 5.júlí og miðað við það sem ég hef séð á netinu þá eru Maiden í fantaformi. Hlakka mikið til að sjá þá aftur og enn.
Því miður kemst ég ekki á nein festivöl. Það eru nokkur rosaleg í sumar en ekki verður á allt kosið.
Svo má ekki gleyma Nightwish. Samkvæmt heimasíðu þeirra er það höllin í október. Var að horfa á sjó frá einu Ástralíu-giggi Nightwish (feb.2008) og allt virðist í góðu lagi á þeim bænum.
Þangað til næst...
adios!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2008 | 17:10
Væluræfill?
Gott mál! Scott Weiland rekinn úr Velvet Revolver. Hann er vissulega flottur og góður söngvari en algjör vandræðagemlingur. Ég vorkenni Slash, Duff og Matt, fyrst Axl Rose og svo núna Scott.
Ég man þegar Kiss spilaði Ríjúníon túrinn ´96-´97, þá áttu Stone Temple Pilots að hita upp á einhverjum hluta ferðarinnar. Heldu varð nú lítið úr því. Af hverju? Jú, Væluræfillinn þurfti að skemma allt fyrir STP með veseni og bandinu sparkað út í hafsauga af Hr.Simmons.
Hvar endar gaurinn?
Söngvari Velvet Revolver rekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.4.2008 | 07:33
Er að hlusta...
Núna er ég að hlusta á nýju Whitesnake plötuna, Good to be bad, dómur verður ekki kveðinn upp strax en platan lofar góðu. Þið getið keypt plötuna hér. Ég hlakka mikið til að sjá þá á klakanum í júní enda eru orðin 18 ár síðan ég sá Snákana síðast. DVD disklingur þeirra, Live-In the still of the night frá árinu 2006 er alger snilld og skyldueign allra rokkhunda.
Svo er það Amon Amarth, With Oden on our side. Snilldargripur, nánast óaðfinnanleg plata. 5 stjörnur af 5 mögulegum. Kaupið plötuna hér.
Svo eru það gömlu hundarnir í KISS en þeir munu túra Evrópu í sumar. Við Himmi frændi ætlum að sjá þá í Munchen og í Vín og erum orðnir aðeins of spenntir. Ég mæli sérstaklega með Kissology 3 til að hita upp fyrir Evróputúrinn.
Adios!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2008 | 20:13
The Eagles í Borgarleikhúsinu 19. mars!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)