5.9.2008 | 19:07
Kassagítarleitin ógurlega...
Kæru lesendur,
núna er ég að leita mér að kassagítar og ég þarf aðstoð.
Með hverju mælið þið?
Hvað finnst ykkur að ég ætti að kaupa mér?
Stagg eða Martin? ...eða eitthvað þar á milli?
HJÁLP!!!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.9.2008 | 20:31
Kevin Duckworth R.I.P.
Einn eftirminnilegasti körfuboltamaður sem spilað hefur í NBA er allur.
Kevin Duckworth lék með Portland Trailblazers í nokkur ár og var alveg stórskemmtileg týpa. Hann spilaði tvívegis í úrslitum NBA, fyrst gegn Detroit Pistons árið 1990 og svo aftur árið 1992 gegn Chicago Bulls, Blazers töpuðu báðum viðureignunum.
Duckworth bjó í Portland og var á ferðalgi um USA á vegum félagsins þegar hann lést. Dánarorsök er ókunn. Duckworth var 44 ára gamall.
R.I.P.
Sjá nánar á vef NBA
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2008 | 20:43
Nei, Robinho, þetta er Man.CITY ekki Man.Utd.!!!
Robinho mætti til Manchester borgar og spurði hvar Rooney væri!
Að fara frá Real Madrid til Man.City? Já, já, auðvitað...
samt, kannski fyrir 4m punda á ári, ekki satt?
Hann þrefaldar árslaunin sín. Þetta er náttúrulega ekki spurning. Hann verður bestur í City liðinu og vinnur aldrei neitt. Fínt mál.
Svo kemur Q.P.R. upp og rústar þessu með Indversku millana á bak við sig!
Robinho til Manchester City | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2008 | 13:06
Guns ´n Roses...
Ég er að lesa bókina hans Slash og mæli hiklaust með henni. Með lestrinum er best að hafa sterkt og gott kaffi og auðvitað Guns-tónlist. Lesið nú lömbin mín...
Varðandi Guns ´n Roses, ég dýrkaði bandið í denn en var þó aldrei sáttur við að fá 2 Use your Illusion plötur. Hefði kosið að fá eina stórkostlega plötu, best of Illusion, þið skiljið. En þegar plöturnar koma út eru piltarnir á hraðri leið í ræsið, þeir komu reyndar við á toppnum en...
Ég heyrði fyrst af piltunum hjá Steinari frænda en hann sá Guns alloft rétt eftir að Appetite... kom út og fylgdist hann því með þeim nánast frá upphafi. Svo verslaði maður Appetite og síðar Lies og ekki varð aftur snúið, geðveikt stöff!
Svo komu Illusion plöturnar og ég náði einhvern veginn ekki að fíla þær nema að litlu leyti. Í dag eru auðvitað nokkur lög af plötunum sem eru all svaðaleg og standast tímans tönn en hitt er bara sóló rusl frá Axl... að mínu mati!
Ég viðurkenni það að ég er búinn að hlusta á nokkur lög af væntanlegri Chinese... plötu snillingsins/rugludallsins... (FBI var að handtaka einhvern gutta sem var með lögin opin fyrir alla að hala niður á heimasíðu sinni, svo varið ykkur).
Ég er hins vegar þrælhress með plöturnar sem Velvet Revolver gáfu út, sérstaklega finnst mér fyrri platan góð en ég er að hlusta á Libertad (seinni plötuna) akkúrat núna og er í þrælgóðum stemmara!
Hvað finnst ykkur, Velvet vs. Guns...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2008 | 18:32
Íslenskur Metall!
Ég hef verið að hlusta á þessa ljómandi fínu plötu sem fylgdi Kerrang! tímaritinu ágæta og finnst hún bara frekar góð. Ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Trivium, leikur ágætlega en þeir endurgerðu lagið Iron Maiden. Það er þó nákvæmlega EKKERT frumlegt við versjónina, engu er bætt við, dapurt þykir mér.
Aftur á móti gerir Sign alveg hreint stórskemmtilega útgáfu af Run to the hills. Útgáfa Sign er frumleg, hún er stórskemmtileg og gefur laginu algerlega nýjan lit.
Ég var spurður að því í gær af tveimur ótengdum aðilum hvernig mér þætti útgáfan. Fólki kom á óvart að ég væri sáttur, ánægður, glaður með Sign og RTTH. Fólkinu virtist bregða...
Hvað finnst ykkur lesendurnar mínar góðu?
Sign - Run to the hills, já eða nei og endilega látið ekki eftir liggja að rökstyðja.
Sign fá gullpötu á Kerrang! Verðlaunhátíðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.8.2008 | 11:02
Maraþon...
Menning og hlaup? Glitnir, Valhöll og víkingar... ég sveik vin minn og félaga allhressilega, hann hleypur hálft maraþon og ég feika indjúrí... eða þannig, þið vitið að gaurinn sem Maraþonið er kennt við dó eftir að hafa hlaupið þessa 42 km hér í denn?
Snorri er hetja!
...ég er samt ekki eins móður!
Allavega...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.8.2008 | 00:22
Amon Amarth með nýja plötu!
Aðdáun mín á Amon Amarth er ekkert að minnka. Fyrsti singull nýju plötunnar "Twilight of the Thunder God" er nú aðgengilegur á Myspace síðu bandsins.
Ef kover plötunnar kveikir ekki í ykkur...
Síðasta plata þeirra er líklegast sú plata sem ég hef hlustað hvað mest á sl. mánuði.
Þessi plata verður rosaleg!
Svo er von á nýrri plötu frá Metallica en ég er ekkert spenntur. Missti alveg trúna á þeim eftir síðustu plötu...bjakk!
Við vonum samt hið besta.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2008 | 21:59
Ja, hérna hér...
Déskolli er langt um liðið síðan þessi plata kom út...
Þetta var skemmtilegt tímabil og platan er bara fín. Fyrri hlutinn Popp, seinni Metall. Hebbðum máski átt að þrykkja út einni popp plötu og svo einni Metalískri, smella semsé fram smá svona Illusion-stemmningu?
Þó finnst mér Pilsnerinn betri, skemmtilegri og súrari. KX á enn slatta af stöffi sem þyrfti að komast út fyrir hússins dyr á vinyl og cd.
Vonandi einhvern tímann...
Kalk gefur út Tímaspursmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2008 | 11:54
Kominn úr fríi!
Þá er maður kominn heim að heiman... við vorum s.s. í sveitinni :)
Elísabet fílaði sig rosa vel enda nóg af hestum til að klappa, reka og borða... já og auðvitað fór hún á hestbak!
Við erum því alveg hreint kampakát eftir fríið og þá er bara að byrja að vinna.
Metalía byrjaði í aðlögun á leikskólanum í gær og virðist vera ánægð. Það verður gaman að fylgjast með leikskólagöngunni!
Ég er svo að vinna smá grein um KISS (í alvöru...?), búinn að taka tvö viðtöl út af því og er orðinn ansi spenntur að smella dótinu hér inn!!!
Þangað til verða allir í stuði og brosa kampa...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.7.2008 | 22:30
Plötudómur: Mötley Crue-Saints of Los Angeles
Vonandi eru allir í góðum gír eftir Led Zeppelin vs. Deep Purple pistilinn, þetta var að sjálfsögðu gert í góðu glensi enda er ég mikill LZ-maður. Gaman að fá þessi frábæru viðbrögð en bið alla þá sem sendu mér miltisbrands-bréfin að fyrirgefa mér ,,return to sender´´!
Þá er komið að plötudómi dagsins en það er nýjasta plata Mötley Crue-Saints of Los Angeles.
Það verður að segjast eins og er að ég var orðinn býsna spenntur þegar ég loksins hlammaði mér niður fyrir framan spilarann með nýjustu plötu Mötley Crue. Síðan platan New Tattoo kom út árið 2000 hefur ekki heyrst mikið frá drengjunum í Krúinu en núna, loksins, er komin ný plata, Saints of Los Angeles! Krú-liðar eru auðvitað afbragð annara LA búa, fínar og flottar fyrirmyndir allavega svona oftast...
Fyrir utan eitt og eitt lag sem gefið hefur verið út á safnplötum er SOLA fyrsta stóra platan þar sem Tommy, Nikki, Mick og Vince spila saman síðan Dr. Feelgood platan kom út árið 1989!!! Ótrúlegt en satt. Á snilldarplötunni New Tattoo spilaði Randy Castillo (f.18.des.1950 d.26.mars 2002) en hann veiktist skömmu eftir útgáfu plötunnar og spilaði ekki nema nokkur gigg á túrnum. Samantha Maloney úr hljómsveitinni Hole spilaði í hans stað og stóð sig frábærlega eins og allir geta séð á Lewd, Crued and Tattooed DVD disknum.
Hápunktar SOLA-plötunnar eru án efa Face down in the dirt, Down at the whisky, titillagið Saints of Los Angeles, Motherfucker of the year, Chicks-Trouble og This ain´t a love song. Platan nær glæstum Metal-hæðum og kemur manni í rokna stuð. Sándið er frábært, óaðfinnanlegt. Vince hljómar meira að segja vel en hann er einn af þessum ekta rokk og ról fronturum sem fara nánast allt bara á kúli og attitjúti. Hann verður aldrei talinn góður söngvari en kemst upp með að syngja í Mötley Crue og það er bara fínt. (Á einhver hérna sólóplötuna hans)? Nikki er sem fyrr aðallagasmiðurinn og klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Ég mæli einnig með plötunni hans, Sixx A.M. sem gefinn var út um leið og bókin hans The heroin diaries kom út (2007). Ég kem örugglega með aðra grein um þann pakka en hann er rosalegur! Mick, risinn upp frá dauðum, mylur yfir okkur sargandi og melódísk sukk sóló eins og honum einum er lagið og Tommy litli hefur líklegast sjaldan trommað betur. Húrra fyrir Crue!!!
Platan er í heildina séð ljómandi flottur og skemmtilegur rokkari og fær 7 ½ Metal-stjörnu!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)