Árið 2008 var ...

... bara fínt var það ekki?

Eftir allsvakalega dýfu sem hófst í kringum afmælið mitt, 1.okt. þá endaði árið vel. Við Berglind og Elísabet vorum í sallarólegheitum, þrjú heima, á gamlárskvöld. Elísabet var reyndar með lungnabólgu en var að hressast (er orðin góð núna 7, 9, 13) og við áttum frábært gamlárskvöld saman.

Allavega, smá annáll, stuttur.

Ég byrjaði í nýjum vinnum í janúar, réð mig sem kennara í Norðlingaskóla og tónlistarverkefnisgaur á leikskólanum Rauðhól. Báðir staðir mjög skemmtilegir en það er alltaf erfitt að byrja í nýrri vinnu og það var óhemju erfitt að kveðja gamla bekkinn minn í Smáraskóla sem og gömlu samstarfsfélagana.

Eagles showið var 19.mars, tvö gigg sama kvöldið í Borgarleikhúsinu. Það var rosalega gaman að taka þátt í sjóinu og frábært að fá að spila með þessum eðaldrengjum sem þar tóku þátt.

Ég spilaði inn á frábæra plötu með Hraun, tók tvö Búzúkí-sóló með arpeggíubrag (ég vissi alltaf að það myndi margborga sig að kaupa Búzúkíið Berglind ...)

Plötur ársins – ég tel ekki upp allar plöturnar sem vöktu áhuga minn á árinu en hér nefni ég nokkrar sem gripu mig.

Uriah Heep – Wake the sleeper, klárlega ein af plötum ársins. Gömlu karlarnir klikka bara alls ekki á þessari plötu.
Guns ´N Roses – Chinese Democracy, ofsalega flott plata sem vex við hverja hlustun.
Kiss – Jigoku-Retsuden, re-recordings, já, ég er ekki að grínast, það er mjög gaman að hlusta á gömlu lögin endurupptekin, hreinasta snilld bara!
Queen + Paul Rodgers – the Cosmos rocks, Queen hljómurinn með Rodgers sándi? Þrælvirkar.
Ac/Dc – Black Ice, ofsalegur rokkpakki, solid plata með frábærum riffum.
Saxon – the Inner Sanctum, einkar góð Metal-plata, sörpræs ársins?
Bruce Springsteen – Magic, minnist á hana hér vegna þess að hún kom mér svo skemmtilega á óvart.
Whitesnake – Good to be bad, frábær rokkplata, enöffsed.

Gigg ársins

Whitesnake í Laugardalshöllinni, frábært gigg, Coverdale góður og bandið þétt. Ég var fremst, (mér skilst að sándið hafi verið best þar) ég fílaði allavega giggið í botn.


Iron Maiden í Twickenham, London. Brjálað gigg!!! Eina giggið í UK á túrnum og hátt í 70.000 manns nutu hverrar mínútu hjá frábæru bandi með frábært show í frábæru sándi. Frábært...


Within Temptation, Twickenham, London. Sörpræs of þe jír hvað mig varðar. Frábært læf band og ég er orðinn mikill aðdáandi bandsins eftir þetta.


Kiss í Vín, Austuríki maí 2008 (klárlega tónleikatoppurinn). Eftir að hafa séð bandið deginum áður í Munchen var mesti skjálftinn farinn úr mér og ég naut giggsins í botn í frábæru sæti á frábærum stað. Einfaldlega tónleikar ársins og það þrátt fyrir I.Maiden í Twickenham!!!

Rúnar Júlíusson - minning
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast Rúnari nokkuð vel og alltaf var hann jafn almennilegur, alltaf tilbúinn í spjall um plötur og tónlist. Ekki veit ég hvað maður fór oft til Keflavíkur til að spila, djamma eða taka upp í Geimsteini, upptökuheimili Rúnars, en ferðirnar voru margar og móttökurnar alltaf jafn frábærar hjá Rúnari.

Við í Kalk spiluðum eitt sinn ,,Fyrsta kossinn´´ á tónleikum með Rúnari og er það einn af hápunktunum í mínu lífi, ógleymanlegt. Við höfðum ákveðið að sleppa gítarsólóinu í laginu en í miðju lagi kallar Rúnar ,,gítarsóló´´! Það kom smá panikk en svo skellti ég mér í sólóið, Rúnari fannst stemmningin bara vera þannig að sóló myndi fitta vel þarna! Frábær náungi. Allt gekk upp, allt afslappað, þetta er jú allt saman bara rokk-enról...

Takk fyrir allt Rúnar.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

 Mér finnst nú vanta eitt atriði í þessari upptalningu: Hljóp 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu.......NOT!

Snorri (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

hahaha...

gleymdi reyndar einu, það er samt eitthvað svo reglulegt en best að minnast á það:

    Man.Utd.

- Englandsmeistarar!

- Evrópumeistarar!

- Heimsmeistarar!

Þráinn Árni Baldvinsson, 12.1.2009 kl. 23:40

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

"Guns ´N Roses – Chinese Democracy"

Það eru nú heldur betur skiptar skoðanir á þessari plötu.

Sindri Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 08:52

4 identicon

Þráinn!

Er í lagi að setja plötu með endurupptökum á gamalli plötu inn á árslista??? Er það ný plata? Plata frá árinu?

Hversu illa þarf listamaður að vera búinn að blóðrúnka sjálfum sér til þess að vera kominn á þann stað að fara að taka upp gamla plötu aftur???

Bjössi (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:40

5 identicon

Hehehe... Bjössi er sem sagt enn að reyna að tala um fyrir þér varðandi Kizz  :)
Gangi þér vel, Bjössi minn!

Ohh... hvað ég hlakka til allra tónleikaferðanna sem ég á inni....
En rétt með Búsúkkúið - þetta er hreinasta peningamaskína!

Berglind (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:58

6 identicon

Gaman að sjá að þú sért hrifinn af Uriah Heep plötunni, og talandi um Saxon þá er ég mjög hrifin af nýju plötunni sem kemur út eftir nokkrar vikur og er ekki frá því að hún slái Inner Sanctum við. Hörkugripur.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 21:10

7 Smámynd: Karl Tómasson

Jæja kæri frændi.

Ætli það komi ekki að því hjá okkur frændum á þessu ári,? ég held það.

Ég þarf greinilega að ryfja upp gamla takta með Uriah Heep samkvæmt þessu hjá þér.

Eitt að lokum ég var einnig svo lánsamur að tromma með Rúna, heitnum Júl, og einu sinni Fyrsta kossinn. Það var á Álafoss föt bezt. Algerlega ógleymanleg stund.

Ég er þakklátur fyrir að eiga svo skemmtilegann og viðfeldin frænda eins og þig.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 14.1.2009 kl. 21:41

8 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Bjössi: KISS plata er, hefur alltaf verið og mun alltaf verða merkileg útgáfa! Þessi plata sannar það bara að nýjir artistar geta ekki rassgat miðað við gömlu hundana.

Berglind: ...tónleikaferðir sem þú átt inni?

Bubbi J.: Ég hlakka til að heyra nýju Saxon plötuna!!!

Kalli frændi: Tékkaðu á nýju Uriah Heep plötunni, hún rokkar feitt. Gigg hjá okkur frændunum á þessu ári, ekki spurning :)

Þráinn Árni Baldvinsson, 14.1.2009 kl. 22:36

9 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já fínt ár Þrási minn.. nýtt ár, ný tækifæri, gleði og meira spilerí!  Verðum að fara að koma okkar drasli í gang metalhundurinn minn! knús, ehemm djók, Rokk!!!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 16.1.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband