11.1.2009 | 20:37
Hrein snilld!!!
Hvað er hægt að segja eftir svona leik?
Man.Utd. voru ekki að spila sinn besta bolta en rústuðu samt arfaslöku Chelsea liði.
Giggs var ofboðslega góður og Fletcher magnaður. Ronaldo virtist stundum úti að aka en átti samt stóran þátt í tveimur marka United. Rooney svaðalegur og vörnin skotheld.
Það er gaman að vera Man.Utd. maður nú sem endranær.
Leitt að hafa ekki fengið vítaspyrnu þega Carvalho felldi Ronaldo í teignum og hundfúlt að verða af löglega skoruðu marki. Vidic skoraði reyndar eftir endurtekna hornspyrnu...
Takk fyrir mig!
Man.Utd.
-Englandsmeistarar!
-Evrópumeistarar!
-Heimsmeistarar!
Stórsigur Man. Utd á Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleymdir Íslandsmeistari,
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2009 kl. 21:11
Tær snilld.
Víðir Benediktsson, 11.1.2009 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.