22.9.2008 | 21:58
TNT - Tell no tales, Norskur eđal-málmur...
Áriđ 1987 kom út platan Tell no tales međ Norsku hljómsveitinni TNT. Margrét systir var einmitt í Noregi ţetta ár og sendi bróđur sínum plötuna í jólagjöf, sagđi ađ ţetta vćri ţađ heitasta í Norge. Ég kolféll fyrir plötunni enda um snilldargrip ađ rćđa. Verst ađ enginn á Íslandi hafđi heyrt um bandiđ!
Ég eignađist svo gripinn á cd nýveriđ, endurhljóđblandađann og nýfćgđann. Ekki hefur platan versnađ međ árunum og eftir svakalegt nostalgíutripp er mér ţađ algerlega ljóst ađ platan stendur tímans tönn. Söngur Toni Harnell er svo einstakur og glćsilegur ađ mér liggur viđ yfirliđi í hvert sinn sem hann hleypur upp á hćsta A, mögulegs tónskala mannlegrar raddar, algerlega án allrar áreynslu, ţvingunar- og möglunarlaust. Ronni Le Tekro er gítarsnillingur og fer vel međ ţađ á ţessari plötu ţrátt fyrir ađ stundum mćtti kannski gítarsynthinn fá leyfi frá störfum, ...og ţó, ţetta er jú áriđ 1987. Diesel Dahl og Morty Black fara svo vel međ trommu og bassa. Ekkert sérstakt um ţađ ađ segja.
Súper hittarinn 10,000 Lovers (in one) er ekki besta lagiđ, ađ mínu mati, ţađ er hins vegar fyrsta lag plötunnar, Everyone´s a star. Ţađ er langbest góđra laga á plötunni. Titillagiđ er svo afbragđshrađatuddi sem skilur mann eftir í rúst ţegar platan er búinn.
Einkennandi fyrir plötuna eru sterkar melódíur, fallegar laglínur, frábćr söngur og raddanir sem allar eru til fyrirmyndar. Gítarleikurinn er rosalegur, bara rosalegur. (Gott ef Drýsill spilađi ekki lag eftir Le Tekro á plötu sinni, Welcome to the show)? Mig minnir ţađ, ţarf ađ finna vinylinn...
Mćli hikstalaust og skćlbrosandi međ plötunni en ţví miđur get ég ekki mćlt međ neinni annari plötu ţessara Norsku Metal-brćđra okkar og ţví flokkast ţeir sem einnar plötu meistarar.
En ég spyr ađ lokum, átt ţú plötuna Tell no tales međ TNT?
Athugasemdir
Eitthvađ rámar mig í ţetta, félagi minn átti ţetta á vínyl og ég ţar af leiđandi átti eitthvađ af ţessu á spólu. Man ađ mig langađi vođa vođa mikiđ ađ verđa svona klár á gítar einhvern daginn.
Ingvar Valgeirsson, 22.9.2008 kl. 22:13
Ég á Tell No Tales á vynil en ţarf ađ verđa mér út um ţessa endurútgáfu. Keypti međ ţeim disk sem kom út í fyrra sem var eđal. Ţeir eru í fínu formi ennţá :-)
Kristján Kristjánsson, 23.9.2008 kl. 11:48
Ég á ţessa plötu, ţó ekki ţessa endurhljóđblönduđu... Komst verulega inn í TNT ţegar Intuition var gefin út. Sú plata var uppáhaldsplatan mín á ţeim tíma. Gćsahúđarplata alveg...
Ţorsteinn Kolbeinsson (IP-tala skráđ) 24.9.2008 kl. 01:16
međan ég man. Vissir ţú ađ Týr eru ađ fara ađ spila hérna fyrstu helgina í október og ţađ m.a. á Nasa??
Sjá: http://www.taflan.org/viewtopic.php?t=38092
Ţorsteinn Kolbeinsson (IP-tala skráđ) 24.9.2008 kl. 01:39
Ingvar, ćfđu núna hljómhćfan hrađskalamoll... :)
Ég man eftir ađ haf a lesiđ góđa dóma um síđustu TNT plötu, átt ţú hana í búđinni Kiddi?
Takk fyrir ţetta innlegg Eyjólfur, gaman ađ heyra af ţessu!
Ţorsteinn, gott ef ég er ekki einmitt einn af ţeim sem hita upp á sunn.kveldinu... ég tékka svo á Intuition!
Ţráinn Árni Baldvinsson, 24.9.2008 kl. 14:17
Ég varforfallin TNT ađdáandi og ţessi plata var reyndar sú eina sem ég eignađist međ ţeim.
Ţetta er á sama tíma og ég keypti allt sem ég gat komist yfir međ Loudness.
Ţađ var mitt uppáhaldsband! og reyndar held ég mikiđ uppá ţá enn í dag.
Fjarki , 24.9.2008 kl. 15:44
Nei ég pantađi hana beint af TNT síđunni á sínum tíma. Skal samt tekka hvort hún sé í dreifingu einhverstađar.
Kristján Kristjánsson, 25.9.2008 kl. 00:01
TNT .. ég hef séđ ţetta cover áđur .. en man ekki fargans eitt lag međ ţeim.
Ţetta er samt áhugavert stuff " allt sem er frá 1987 er áhugavert"
Gísli Torfi, 30.9.2008 kl. 06:45
eitt enn međ Coveriđ.. " öll cover voru svona á 80s tímabilinu " MAGNAĐ
Gísli Torfi, 30.9.2008 kl. 06:48
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.