19.9.2008 | 18:20
KISS - Jigoku-Retsuden - new recording best
Ekki hefur farið mikið fyrir bloggi frá mér undanfarið. Afsakanir eru mýmargar og flestar asnalegar. Núna er hins vegar kominn tími á KISS-blogg!
Já, KISS-blogg!
Tilefnið er auðvitað Japönsk útgáfa af bestoff plötu með KISS. Bestoff með KISS? Er ekki komið nóg af slíku er spurt og svarið er einfalt. Jú, heldur betur nóg. Núna er hins vegar búið að taka lögin upp á nýjan leik með Tommy Thayer og Eric Singer. Útkoman er forvitnileg í meira lagi.
Eftir ótrúlega stórkostlegan Evróputúr sl. sumar sáu þeir félagar, Paul og Gene að nú væri tækifæri, ekki til að gefa út nýja tónlist, nei, heldur til að gefa út gömlu gullmolana og nota til þess nýjustu tækni og edrú hljóðfæraleikara.
Gott mál en sumar gömlu útgáfurnar eru bara svo helgrýti góðar að þess gerist einfaldlega ekki þörf að endurupptaka lögin. Hugsanlega fengu þeir þó hugmyndina þegar þeir hlustuðu á tónleika upptökur frá síðasta túr hvar áheyrendur gátu labbað út með upptöku af tónleikunum, svona Instant Live stemmning, (sjá mynd til hliðar) en upptökurnar af giggunum eru feykigóðar og öllum fengur að eiga slíkt í safni sínu.
Af lögunum á nýju plötunni má nefna stórfína útgáfu af Hotter than hell en upprunaleg útgáfa, þó skemmtileg sé, sándar eins og lagið sé tekið upp í gamalli tunnu. Svo er það auðvitað Black Diamond en hér fær Eric Singer að raula lagið líkt og hann einmitt gerir svo vel á tónleikum. Af þessu tilefni má nefna furðuverk KISS þegar platan Smashes, thrashes ´n hits var gefin út árið 1988 en þar var Eric heitinn Carr píndur til að syngja inn gamla Peter Criss slagarann Beth, aðdáendum til mikillar gremju. Eric Carr hafði sungið Black Diamond prýðilega á tónleikum og stórfurðulegt að það lag hafi ekki frekar orðið fyrir valinu. ...Beth? KOMONN! Hugsið ykkur ef við ættum þrjár stúdíó-útgáfur af Black Diamond?! Criss, Carr, Singer!
En heilt yfir þá er þetta skemmtileg plata og einkar eigulegur gripur. Lim. ed. útgáfan er verulega falleg, silfurslegið kover og aukahreyfimyndadiskur fylgir með upptöku frá tónleikum KISS í Budókan árið 1977 að ógleymdum límmiðanum sem ekki fylgir hinni ofurvenjulegu einnardiska útgáfu plötunnar. Umslag er glæsilegt með lagatextum á ensku og japönsku (sem er mjög mikilvægt).
Lagalisti:
01. Deuce ··· (3:07) - Simmons
02. Detroit Rock City ··· (3:56) - Stanley/Ezrin
03. Shout It Out Loud ··· (2:53) - Simmons/Stanley/Ezrin
04. Hotter Than Hell ··· (3:09) - Stanley
05. Calling Dr. Love ··· (3:25) - Simmons
06. Love Gun ··· (3:14) - Stanley
07. I Was Made For Lovin' You ··· (4:41) - Stanley/Child/Poncia
08. Heaven's On Fire ··· (3:23) - Stanley/Child
09. Lick It Up ··· (3:56) - Stanley/Vincent
10. I Love It Loud ··· (4:08) - Cusano/Simmons
11. Forever ··· (3:52) - Stanley/Bolton
12. Christine Sixteen ··· (2:59) - Simmons
13. Do You Love Me? ··· (3:38) - Stanley
14. Black Diamond ··· (4:19) - Stanley
15. Rock And Roll All Nite ··· (2:48) - Simmons/Stanley
Plötuna má t.d. nálgast á CDJapan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.