7.9.2008 | 22:13
Metallica-Death Magnetic og sl. 12 ár...
2008: Nýja Metallica platan á leiðinni og ég verð að viðurkenna að ég hlakka mikið til að hlusta og að sjálfsögðu tjá mig um gripinn.
2003: Síðasta plata þeirra, St. Anger, alveg hræðileg að nánast öllu leyti. Ég hef þó eilítið gaman af lögunum Frantic og Some kind of monster. Sá þá 2x læf á þessum túr og skemmti mér vel, sérstaklega á tónleikunum í San Francisco en þá spiluðu þeir Dyers Eve!!!
1999: Metallica sendi frá sér hörmungargripinn S/M þar sem Michael heitinn Kamen fór alveg óverbord í bullinu. Hræðileg plata.
1998: Garage Inc. með safni af b-hliðar lögum og nýuppteknum ábreiðum, gersamlega óþörf, alveg nóg að smella nýjum ábreiðum á singla. Óþarft rusl sem ekki á að telja með í katalóg.
1997: Reload var að öllu leyti rusl með þeirri undantekningu þó að mér þykir The memory remains magnað lag. Fuel virkar vel læf en annars drasl.
1996: Load er fimm af tíu plata. Á sterka spretti en liggur steindauð þar á milli. Sá þá 2x læf á Oh poor touring me 1996 (sjá Cunning stunts DVD af sama túr) og skemmti mér vel enda var/er Metallica eitt besta læf bandið.
Load og Reload hefði átt að gefa út sem eina plötu.
Svona hefði ég sett plöturnar saman í eina, Load/Reload:
Ain´t my bitch, Until it sleeps, King nothing, Bleeding me, Wasting my hate, Mama said, Ronnie, Fuel, The memory remains.
S.s. níu laga plata og það bara býsna góð plata!
Vonandi verður nýja platan góð. Vonandi...
Athugasemdir
Mér fannst reyndar fínt eitt lag af S&M, minnir að það heiti No leaf clover og er að mig minnir ekki á neinni annarri plötu. Annars... skrýtin plata, en Kiss-sinfóníuplatan var... skrýtnari.
Memory remains og King nothing eru eiginlega uppáhalds Metallikkulögin mín, svona ásamt 3-4 öðrum. Má það?
Ingvar Valgeirsson, 7.9.2008 kl. 23:25
Ég var svo heppinn að finna nokkur lög af henni á netinu og ég verð að segja að þau fá 8/10 í einkunn. Virkilega flott lög, keyrsla út í gegn. Eina lagið sem ég er ekki að fíla er The Day that never comes sem er búið að vera í spilun á X-inu undanfarið.
Hjalti (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.