31.8.2008 | 13:06
Guns ´n Roses...
Ég er að lesa bókina hans Slash og mæli hiklaust með henni. Með lestrinum er best að hafa sterkt og gott kaffi og auðvitað Guns-tónlist. Lesið nú lömbin mín...
Varðandi Guns ´n Roses, ég dýrkaði bandið í denn en var þó aldrei sáttur við að fá 2 Use your Illusion plötur. Hefði kosið að fá eina stórkostlega plötu, best of Illusion, þið skiljið. En þegar plöturnar koma út eru piltarnir á hraðri leið í ræsið, þeir komu reyndar við á toppnum en...
Ég heyrði fyrst af piltunum hjá Steinari frænda en hann sá Guns alloft rétt eftir að Appetite... kom út og fylgdist hann því með þeim nánast frá upphafi. Svo verslaði maður Appetite og síðar Lies og ekki varð aftur snúið, geðveikt stöff!
Svo komu Illusion plöturnar og ég náði einhvern veginn ekki að fíla þær nema að litlu leyti. Í dag eru auðvitað nokkur lög af plötunum sem eru all svaðaleg og standast tímans tönn en hitt er bara sóló rusl frá Axl... að mínu mati!
Ég viðurkenni það að ég er búinn að hlusta á nokkur lög af væntanlegri Chinese... plötu snillingsins/rugludallsins... (FBI var að handtaka einhvern gutta sem var með lögin opin fyrir alla að hala niður á heimasíðu sinni, svo varið ykkur).
Ég er hins vegar þrælhress með plöturnar sem Velvet Revolver gáfu út, sérstaklega finnst mér fyrri platan góð en ég er að hlusta á Libertad (seinni plötuna) akkúrat núna og er í þrælgóðum stemmara!
Hvað finnst ykkur, Velvet vs. Guns...
Athugasemdir
Ég er mikill Guns n roses maður og fíla vel báðar Illusion plöturnar. Hlustaði ekkert smá mikið á þær. Það böggaði mig ekkert að þær voru 2. Bara betra. Velvet Revolver finnst mér ekki ná nærri því eins góðum og grípandi laglínum. Flott band en það er eitthvað sem ég fíla ekki við þá. Spennandi ef það sé rétt að Lenny Kravitz sé þeirra næsti söngvari. Það gæti orðið mega dæmi. S.s. að mínu mati er það Guns, ekki spurning.
Matti sax, 1.9.2008 kl. 07:36
Ég segi Guns... og mér fannst Slash ótrúlega sexý enda ungt og vitlaust 18 ára stelpu skott - ekki það að það komi umræðunni eitthvað við :)
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 2.9.2008 kl. 07:37
Mér finnst það þarft innlegg í umræðuna...
Væri ekki bara ráðið að bjóða Axl Rose söngvarastöðuna í Velvet Revolver?
Ingvar Valgeirsson, 3.9.2008 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.