Íslenskur Metall!

Ég hef verið að hlusta á þessa ljómandi fínu plötu sem fylgdi Kerrang! tímaritinu ágæta og finnst hún bara frekar góð. Ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Trivium, leikur ágætlega en þeir endurgerðu lagið Iron Maiden. Það er þó nákvæmlega EKKERT frumlegt við versjónina, engu er bætt við, dapurt þykir mér.

Aftur á móti gerir Sign alveg hreint stórskemmtilega útgáfu af Run to the hills. Útgáfa Sign er frumleg, hún er stórskemmtileg og gefur laginu algerlega nýjan lit.

Ég var spurður að því í gær af tveimur ótengdum aðilum hvernig mér þætti útgáfan. Fólki kom á óvart að ég væri sáttur, ánægður, glaður með Sign og RTTH. Fólkinu virtist bregða...

Hvað finnst ykkur lesendurnar mínar góðu?

Sign - Run to the hills, já eða nei og endilega látið ekki eftir liggja að rökstyðja.


mbl.is Sign fá gullpötu á Kerrang! Verðlaunhátíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er einn af þeim sem eru ekki hrifnir af útgáfu Sign á laginu "Run to the hills" og rökin: Í útgáfu Iron Maiden er það takturinn, þessi harði áleitni taktur, sem er einn mikilvægasti þátturinn í útsetningunni, eiginlega hálft lagið og svo þessi grófi, raddaði söngur. Sem mynnti mig á Uriah Heep þegar ég heyrði lagið í fyrsta skipti.

Sign, hins vegar breytir taktinum, mýkir hann svo mynnir svolítið á danspopp og syngja þetta með mýkri, svolítið væmnum röddum, þannig að lagið verður allt máttlausara en hjá Iron Maiden.

Að þeirra útgáfa sé frumleg....Er frumleiki og breyting, sami hluturinn? Þeir einfaldlega breyta laginu. Hvað er frumlegt við það?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Góðir punktar Húnbogi...

Mér finnst þetta frumlegt að því að mér hefði aldrei dottið í hug að gera svona við lagið.

Takk fyrir kommentið!

Þráinn Árni Baldvinsson, 25.8.2008 kl. 22:07

3 identicon

Jaaa ég var ekki hrifin fyrst,,,,,,,,,, enn eftir því sem ég heyrði Sign útsetninguna oftar þá fór ég að líka betur við hana,,, enn tek samt undir með Húnboga.

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hrein hörmung fyrst... en farið að vinna allverulega á eftir nokkur skipti. Það er gott.

Rökstyðja, já. Það er alltaf svo gaman að rökstyðja skoðanir manns á músík... en ég þegar ég heyrði þetta fyrst fannst mér vanta allt sem gerir lagið að laginu, nema þá laglínuna og textann. Skorti trommutaktinn, gítarlínur, hraðann og lætin. Eftir allnokkur, en þó frekar fá, skipti sá ég og heyrði frumleikann hjá Sign-liðum og fór að stappa í takt. Þabbaraþa. Enda eru þeir hressir.

Ingvar Valgeirsson, 25.8.2008 kl. 22:28

5 identicon

Ekki eitt af mínum uppáhalds Maiden lögum. En sé útgáfa Maiden gómsæt lambasteik með kartöflum, baunum, rauðkáli og rabarbarasultu, þá má segja að hin útgáfan sé steik sem gleymdist að krydda og meðlætið vanti.

Mér finnst ekki hæfa þessu lagi að syngja það eins og fermingardrengur nýskriðinn úr mútum.... en hvað veit ég.. ef mig skyldi kalla.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 19:13

6 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Þetta er skemmtilegt...

Málið er, að mínu mati, að þeir tóku svaka áhættu með þessu athæfi sínu og ef þeir hefðu bara kóperað originalinn þá hefðu allir steikt þá fyrir að vera bara að kópera, ekki satt?

Mér finnst þetta flott hjá Sign!

ROKK ON!

Þráinn Árni Baldvinsson, 26.8.2008 kl. 21:09

7 identicon

Þráinn hvað segirðu um að gera fyrir mig eyðieyjulista. Sendu mér póst á bubbinn@simnet.is

Bubbi J. (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 17:21

8 identicon

Sammála síðasta innleggi Þráins. Að því leyti að það er ekkert varið í að herma nákvæmlega eftir. Slíkt lýsir ekki mikilli sköpunargleði. Að taka áhættu er virðingarvert. Allir frumkvöðlar hafa tekið áhættu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 17:32

9 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Flott strákar! Takk fyrir skemmtileg komment.

Bubbi J.: minn er heiðurinn!!!

Metal!

Þráinn Árni Baldvinsson, 27.8.2008 kl. 20:02

10 identicon

Var skítt hræddur þegar ég heyrði hvaða lag þeir (Sign) ætluðu að taka. En sem betur fer reyndu þeir ekki að gera eins heldur gerðu lagið að sínu. Það er nefnilega alltof oft sem að hljómsveitir á svona tripute plötum gera bara nákvæmlega eins og lagið var áður, nema oftast verður það bara ver í nýjum flutningi. Ég er sjálfur gömul Maiden vifta en ég er sátur við þessa útgáfu hjá þeim enda hefði þeim aldrei tekist að gera þetta lag flott ef þeir hefðu ekki breytt því svona.

Lifi rokkið!!!!!

Guðjón Freyr (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 09:43

11 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Mér finnst þetta fín útgáfa. Hún er akkúrat Sign af flytja Maiden kóver og gera það vel og eftir sínu nefi.

Kristján Kristjánsson, 29.8.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband