Hvor hljómsveitin er betri?

Ég er að skrifa smá grein um Deep Purple og Led Zeppelin. Þar velti ég þessari spurningu fyrir mér, hvor hljómsveitin er betri?

Hvað finnst ykkur?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Hvor er betri???

Erfið spurning, já, en samt, ég held ekki. Burt séð frá tæknilegri kunnáttu einstakra hljóðfæraleikara eða einhverjum alsherjar samanburði á því sviði.

Led Zeppelin er í alla staði mun magnaðaðri hljómsveit fyrir mína parta.

Bestu kveðjur úr Mosó kæri frændi.

Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 16.7.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Fyrir mína parta segi ég Led Zeppelin. Finnst hún ein þéttasta hljómsveit allra tíma. Rhytmasettið Bonham/Jones finnst varla betra. Síðan er Page einn frumlegasti gítarleikari sinnar kynslóðar. Plant er síðan einn af bestu söngvurum allra tíma. Þannig að þó ég sé mikill Purple aðdáandi er Zeppelin að mínu mati þeim fremri.

Kristján Kristjánsson, 16.7.2008 kl. 21:54

3 identicon

Veistu að þessu er ekki hægt að svara. Báðar eru þær stórgóðar, það er eina svarið sem mér dettur í hug.

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 22:51

4 identicon

Ég gef Deep Purple mitt atkvæði út frá laglínulegu sjónarmiði. Svo er hammondinn alltaf eitthvað fyrir mig. B.kv. Lárus

Lárus Sighvatsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Karl Tómasson

Ein spurning kæri frændi.

Ef þú værir trommuleikari, hvor hljómsveitin heldur þú að væri í meira uppáhaldi hjá þér!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 16.7.2008 kl. 23:50

6 identicon

Ég verð að seja Zeppelin. Þó að DP sé góð þá er eitthvað við Zeppelin sem gerir þá að Platonskri frummynd rokksveita,  goðsagnakenndar verur á pari við Grísku eða Norrænu guðina og þeirra slekkti.  Kannski er það vegna þess að Zeppelin hætti áður en þeir fóru að ganga í gegnum endalausar mannabreytingar og urðu fórnarlömb níunda áratugarinns gáfu út einhvern horbjóð.

Jón Geir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:35

7 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Þetta verður skemmtilegt!!! 

Kalli: Paice vs. Bonham er efni í aðra grein.

Es. Minni skoðun verður þrykkt fram síðar í dag...

Þráinn Árni Baldvinsson, 17.7.2008 kl. 12:40

8 identicon

Góð spurning Kalli. Ég er nú svo gamall að ég var á fyrstu tónl. DP í Laugardalshöllinni í den tid. En ef ég væti trommari þá býst ég við að LZ fengju mitt atkvæði svo er betri helmingurinn hér á mínu heimili aðdáandi LZ svo að þetta verður fróðlegt að fylgjast með þessum vangaveltum. Bestu kv. af Skaganum.

Lárus Sighvatsson (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:46

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Í eyrum sumra hljómar þetta eins og "hvort elskarðu mömmu þína eða pabba meira?"

Sjálfur er ég meiri Purple-maður. Þeir hafa gert helling af góðri músik og eru enn að gera fínt stöff. Zeppelin voru stórgóðir líka, en ég hef aldrei verið neitt megafan.

Paice vs. Bonham... ég segi Paice. Eða Neil Peart bara.

Ingvar Valgeirsson, 17.7.2008 kl. 13:34

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Led Zeppelin,  hands down.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.7.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband