17.4.2008 | 23:24
KISS ALIVE35 World Tour!
Já, nú er heldur betur farið að styttast í Evróputúr KISS.
Við Himmi frændi erum búnir að tryggja okkur miða á KISS í Munchen og í Vín og erum að verða all spenntir!
Héðan í frá mun bloggið snúast að miklu leyti um KISS enda eru þeir bestir.
Það stefnir í nokkuð efnilegt tónleikasumar. Ég ætla að sjá KISS, Dylan, Whitesnake og Iron Maiden. Maiden spila í Englandi 5.júlí og miðað við það sem ég hef séð á netinu þá eru Maiden í fantaformi. Hlakka mikið til að sjá þá aftur og enn.
Því miður kemst ég ekki á nein festivöl. Það eru nokkur rosaleg í sumar en ekki verður á allt kosið.
Svo má ekki gleyma Nightwish. Samkvæmt heimasíðu þeirra er það höllin í október. Var að horfa á sjó frá einu Ástralíu-giggi Nightwish (feb.2008) og allt virðist í góðu lagi á þeim bænum.
Þangað til næst...
adios!
Athugasemdir
Hæhó
Bara kasta kveðju á Fellow kiss aðdáanda.
Ég er búinn að næla mér í miða á tónleikana í Kaupmannahöfn
og get ekki beðið:-)
Rúnar Eff (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 09:10
Svaf ekkert í nótt...held að ég meiki hreinlega ekki að bíða eftir þessu!
Himmi (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 11:14
shout it out loud brother, erum ad fara a www.tuska.fi i sumar. erum ad reyna ná i kiss mida eh staðar i sumar.
soulviper (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 15:23
Þú ert nú bara leiðinlegur að var að tala um þessa tónleika!!!!
Ég fer "bara" á Clapton.
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.