Er að hlusta...

Núna er ég að hlusta á nýju Whitesnake plötuna, Good to be bad, dómur verður ekki kveðinn upp strax en platan lofar góðu. Þið getið keypt plötuna hér. Ég hlakka mikið til að sjá þá á klakanum í júní enda eru orðin 18 ár síðan ég sá Snákana síðast. DVD disklingur þeirra, Live-In the still of the night frá árinu 2006 er alger snilld og skyldueign allra rokkhunda.

Svo er það Amon Amarth, With Oden on our side. Snilldargripur, nánast óaðfinnanleg plata. 5 stjörnur af 5 mögulegum. Kaupið plötuna hér

Svo eru það gömlu hundarnir í KISS en þeir munu túra Evrópu í sumar. Við Himmi frændi ætlum að sjá þá í Munchen og í Vín og erum orðnir aðeins of spenntir. Ég mæli sérstaklega með Kissology 3 til að hita upp fyrir Evróputúrinn.

Adios!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aaaarg...það er bara rétt rúmur mánuður í þetta!!!! Ef ég dey úr spenningi þá vill ég láta jarða mig í KISS kistu.

 Þurfum að taka upphitunarkvöld fljótlega...

Himmi (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband