5.9.2010 | 12:18
Furðulegt hvað svona fréttir eiga það til að ...
birtast rétt fyrir mikilvæga leiki, en ekki t.d. bara þegar menn eru að slaka á í sumarfríi?
Breska pressan er undarleg, allt reynt til að draga menn niður í svaðið.
Þetta er allt kjaftæði, já, ég segi það og skrifa, þetta er kjaftæði!
Óvissa með Rooney vegna blaðaskrifa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það einfaldlega kemur okkur ekki við hvað hann gerir í einkalífinu sínu. Hefur engin áhrif á hæfni hans á vellinum.
Geiri (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 12:57
Þarna er ég ekki sammála ykkur.
menn einsig Rooney eru fyrirmyndir fyrir fjöldan allan af áhugasömum fótboltaáhorfendum. (og fleirrum)
Allt sem þeir gera gott og slæmt er tekið eftir.
Enskir hafa oft lent í skandal vegna greddu sinnar og eins hafa þeir orðir uppvísir af því að slást, meira að segja við eiginkonur sínar.
Ekki viljið þið að börn og unglingar sem líta á þessa menn sem hetjur, fari að herma eftir ??
AFB (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 13:07
til AFB:
Ég vil að sonur minn læri að friðhelgi einkalífs sé virt. Ég sé um uppeldið, ekki Rooney og co. Hvaða tilgangi þjóna svona fréttir?
bullarinn (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 14:39
AFB en það er einmitt málið, ef fjölmiðlar fjölluðu ekki um þetta mál þá myndu ungmennin ekki vita að hann væri að þessu.
Annars finnt mér að foreldrar eigi að ala upp börnin sín ekki frægt fólk. Allir eiga rétt á að fá að aðskilja einkalíf og vinnu, líka frægt fólk. Það er ósanngjarnt að hans einkalíf takmarki möguleika hans í vinnunni á meðan Jón pípari fær að gera það sem honum sýnist.
Geiri (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.