Þetta verður allt í lagi, Man.Utd. er enn á toppnum!

Frekar slappt hjá mínum mönnum í Man.utd. en svona er þetta stundum. Liv.Pú þurfti nauðsynlega sigur enda hafa þeir steinlegið fyrir klúbbum eins og Fulham og Middlesboro.

Eftir að hafa spilað glimrandi flottann bolta í ca. tuttugu mínútur fóru United-menn að klikka undir pressu og leikmenn duttu niður á hælana á meðan Liv.Pú liðar fóru að berjast um alla bolta, voru á tánum og uppskáru. Besta dæmið var jöfnunarmarkið, hvar Vidic sat fastur á meðan T stakk hann af og skoraði. Dapurlegt að Evra skuli líka hafa verið kominn í sló-mó og ekkert annað fyrir dómarann að gera en að dæma víti. Lélegur leikur hjá Vidic og Evra sem annars hafa staðið sig með endemum vel í vetur, sérstaklega Vidic.

Sorglegast er að tapa 2x svona illa fyrir Liv.Pú, á sömu leiktíðinni. Varnarmistök í báðum leikjunum. Í fyrri leiknum skoraði Wes Brown sjálfsmark eftir að Tevez hafði komið Man.Utd. yfir og svo gaf Giggs boltann frá sér inni í teig og Babel skorar sigurmarkið. Sorglegt að gefa mörk, sorglegt að gefa Liv.Pú mörk.

Liv.Pú menn voru á tánum en Man.Utd. menn virtust ekki hafa miklar áhyggjur af því að tapa. 

Þetta verður vonandi til þess að Man.Utd. menn girði í brók, bíti í skjaldarrendur og klári tímabilið með reisn. Svipaður skellur kom á sl. leiktíð en þá töpuðum við fyrir Man.City á Old Trafford um þetta leytið. Útkoman varð Enskur meistaratitill og Evróputitill.

Núna vinnur Man.Utd. ALLT!!!

Es. Vegna veðmáls þarf ég að kenna í Liv.Pú treyju á mánudaginn. ...svona er þetta bara stundum.


mbl.is Steven Gerrard: Glæsilegur sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Ég tárast með þér félagi

Ég ætla ekkert að afsaka mína menn, það á ekket að þurfa að segja þeim að það þarf að hafa fyrir hlutunum, þeir voru einfaldlega á hælunum í dag.

En eins og þú segir réttilega, við skulum spyrja að leikslokum í deildinni, hysja upp um okkur brækurnar og klára dæmin sem eftir eru.

Björn Jónsson, 14.3.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Já drengir þetta var svo sem ekki allra besti leikur okkar manna, byrjuðu vel en svo datt allt niður. Nú sama var upp á teningnum seinni hálfleik, það var varla hægt að segja að púllarar hafi komist mikið yfir miðju fyrstu 15-20 mín. En púllarar meiga eiga það að þeir verjast andskotanum vel, þó að það hafi oft á tíðum verið stanlaus sókn Utd manna, þá bara gekk ekkert, en aftur á móti Utd meginn var varnarleikurinn afskaplega óöruggur, og hefur svo ekki séðst í langan tíma. Svo er mín skoðun sú, að varnarmenn okkar liggi alltof framarlega á vellinum, þeir eru alls ekki þeir fljótustu í boltanum, og furðar maður sig á þessu t.d. í þessum leik, þar sem Torres og Gerard eru andskotanum sneggri. En nú er bara að koma, og taka þessa leiki sem eftir eru.

Hjörtur Herbertsson, 14.3.2009 kl. 16:35

3 Smámynd: Kristján Jakob Agnarsson

Já grátið á þessum bæ í dag þið hefðuð betur haft Emmanuel Eboue í vörnini hjá ykkur í dag kallin skorar 2 mörk kom seint inn sem varamaður . Ha HA HA HA....

Kristján Jakob Agnarsson, 14.3.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Heyrðu, ég vil fá senda mynd af þér í Liverpool búning meistari - Helga Sigrún þarf einmitt að vera í Liverpool búning á mánudag !

Smári Jökull Jónsson, 14.3.2009 kl. 22:17

5 identicon

Áfram Liverpool !

Hjalti Gretarsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 16:28

6 identicon

Liverpoolarar eru góðir við lítilmagnann en grimmir við dýrustu klúbba einsog Real M og Man U.

hordur (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband